info@paragliding.is | +354 780 6766
Íslenska vefsíðan er hér –

Paragliding Tandem Svifvængjaflug Kynningarflug Hafrafell

Tilboðsverð í maí: 28.000,-

Myndband/myndir úr fluginu fylgja með!
Venjulegt verð 40.000,- (30% afsláttur frá okkur)
+ möguleg endurgreiðsla stéttarfélaga aukalega, sjá neðar
= allt að 65% afsláttur til þín.
Tilboðsverðið gildir aðeins í maí, en „flugmiðinn“ gildir í ár frá kaupdegi.

 • Hvað er kynningarflug á svifvæng?

  Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara Fisfélags Reykjavíkur á tvímenningsvæng (tandem). Þú færð grundvallar kynningu á því hvernig svifvængurinn virkar og undirbúning fyrir flugtak. Saman hlaupið þið svo inn í vindinn fram af aflíðandi fjalli þar til vængurinn hefur ykkur á loft. Flugkennarinn stýrir vængnum og kynnir þér grundvallar handtökin á meðan þú nýtur þess að svífa um einsog fuglinn frjáls. Ef aðstæður leyfa geturðu jafnvel fengið að taka í „stýrið“!
 • Hvar fljúgum við?

  Við höfum úr mörgum svæðum að velja í stíl við veður og aðstæður, t.d.: Hafrafell, Úlfarsfell, Skálafell, Bláfjöll, Þingvelli og Kamba.
  Endanleg staðsetning hverju sinni ræðst af veðuraðstæðum.
 • Fæ ég myndir?

  Við fljúgum með GoPro vélar á stöng og þú getur fengið afrit af þeim myndum og myndböndum. Þú mátt taka þína eigin myndavél með á eigin ábyrgð.
 • Hvernig klæði ég mig?

  Í góða skó og útivistarfatnað miðað við veður.
 • Flugtími

  Svifvængjaflug er algerlega veðurháð íþrótt og við fljúgum eingöngu með nemendur þegar aðstæður eru öruggar. Vindar ráða miklu um flugtíma þar sem við notum ekki mótor heldur vinduppstreymi til að haldast á flugi. Kynningarflug getur því verið allt frá 3 upp í 20 mín að lengd, allt eftir aðstæðum. Við fylgjumst vel með veðurspám og förum á flugstað ef líkur eru góðar. En svifvængjaflug snýst ekki um tímalengd heldur upplifun, og ekkert flug er eins 🙂 Heildartími frá því við hittumst á flugstað er um það bil klukkutími.
 • Hvernig panta ég?

  Notaðu bókunarvélina hér til hliðar og veldu þér tíma. Þú getur annaðhvort greitt með kreditkorti strax eða valið staðgreiðslu við hitting. Hafirðu einhverjar spurningar geturðu sent okkur e-mail: info@paragliding.is eða hringt í síma 780-6766.
 • Hvað er innifalið?

  Eitt kynningarflug í tvímennings svifvæng með kennara, þegar veður og aðstæður leyfa. Allur öryggisbúnaður. Myndband og myndir úr fluginu fylgja með tilboðinu. Þú verður sjálf/ur að komast á flugstað.
 • Get ég fengið gjafabréf?

  Já, ekkert mál. Besta gjöf í heimi! Bókaðu tilfallandi dagsetningu, eða af handahófi, hér til hliðar og sendu okkur svo e-mail: info@paragliding.is eða hringdu í síma 780-6766 og við græjum fallegt gjafabréf um hæl. Handhafi gjafabréfsins bókar svo tíma sem hentar henni/honum/þeim.
 • Endurgreiðsla stéttarfélaga

  Kynningartími í Svifvængjaflugi flokkast undir íþróttanámskeið og flest stéttarfélög taka veglegan þátt í kostnaði, stundum 40% eða meira. Kynntu þér þín réttindi hjá viðkomandi stéttarfélagi.

 

Öryggið á oddinn!
Við fljúgum einungis í öruggum aðstæðum. Ef spáin/veður/aðstæður breytast og við teljum ekki öruggt að fljúga, þá annaðhvort hinkrum við eftir að aðstæður breytist eða bókum annan dag. Svifvængjaflug er í eðli sínu áhættusport og nemandi í kynningarflugi flýgur ávallt á eigin ábyrgð.

 

Staðsetning
Við höfum úr nokkrum staðsetningum að velja í stíl við veður og aðstæður.
Höfuðborgarsvæðið: Hafrafell, Úlfarsfell, Skálafell, Bláfjöll, Kambar
Suðurströndin: Seljalandsfoss, Vík í Mýrdal

Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara Fisfélags Reykjavíkur. Þú færð grundvallar kynningu á því hvernig svifvængurinn virkar og undirbúning fyrir flugtak. Saman hlaupið þið svo inn í vindinn fram af aflíðandi fjallinu þar til vængurinn tekur við og hefur ykkur á loft. Flugkennarinn stýrir vængnum og kynnir þér grunninn í svifvængjaflugi. Ef aðstæður leyfa fær nemandinn að prófa að stýra vængnum.

Klæðnaður
Gönguskór.
Útivistarfatnaður miðað við veður.
Vettlingar og þunn húfa/buff.

Flugtími
Svifvængjaflug er algerlega veðurháð íþrótt og við fljúgum eingöngu þegar aðstæður eru öruggar. Vindar ráða miklu um flugtíma þar sem við notum ekki mótor heldur vinduppstreymi til að haldast á flugi. Kynningarflug getur því verið 3-20 mín að lengd, allt eftir aðstæðum. Við fylgjumst vel með veðurspám og förum á flugstað ef líkur eru góðar. Við reynum alltaf að ná 20 mínútna flugi.

Myndataka
Þú mátt taka þína eigin myndavél með á eigin ábyrgð.
Við fljúgum með GoPro vélar á stöng og þú getur fengið afrit af þeim myndum.

Öryggið á oddinn!
Við fljúgum einungis í öruggum aðstæðum. Ef spáin/veður/aðstæður breytast og við teljum ekki öruggt að fljúga, þá annaðhvort hinkrum við eftir að aðstæður breytist eða hættum við og bókum annan tíma. Svifvængjaflug er áhættusport og nemandi í kynningarflugi flýgur ávallt á eigin ábyrgð.

Afsláttur
Kynningartími í Svifvængjaflugi er íþróttanámskeið og flest stéttarfélög taka veglegan þátt í kostnaði. Kynntu þér t.d. varasjóð, starfsmenntasjóð og tómstundasjóð hjá þínu félagi.

 

Byrjendanámskeið er fyrsta skrefið sem þú tekur til að læra að fljúga svifvæng á öruggan máta. Fisfélag Reykjavíkur heldur námskeið á vorin og sumrin og útskrifar nemendur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

Næstu dagsetningar eru:
Reykjavík: 23. apríl – 21. maí 2016
Vík í Mýrdal: 28. maí – 6. júní 2016 (ef næg þátttaka fæst)

Kennt er skv. alþjóðlegum kennslustaðli og útskrifast nemendur með Parapro 2 stig. Kennd eru undirstöðuatriði svifvængjaflugs, beiting og umgengni vængs og búnaðar sem og fræðileg atriði á borð við veðurfræði, flugeðlisfræði og flugreglur.

Smelltu hér til að lesa ítarlegar upplýsingar um námið og kennslustaðlana.

Fyrirkomulag námskeiðsins í Reykjavík:
Verklega kennslan fer fram á kvöldin og um helgar þegar til þess viðrar. Gert er ráð fyrir 6-8 dögum í heildina þó það gæti tekið 3-4 vikur vegna veðurs. Bóklegt nám tekur nemandi á eigin hraða með kennsluefni og prófi á netinu.

Fyrirkomulag námskeiða utan Reykjavíkur:
Athugið að námskeiðin utan Reykjavíkur eru tekin í törn og er þá kennt allan daginn í 5-10 daga, sem fer eftir veðri.

Veður og vindar ráða óhjákvæmilega miklu um tímasetningar. Nemendur verða boðaðir í kennslu eftir veðurútliti. Því er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær námskeiðum lýkur.

Námskeiðsgjaldið er kr. 120.000,- Innifalið er allur búnaður á meðan námskeið stendur yfir, félagsgjald í Fisfélagi Reykjavíkur og aðgangur að kennsluefni á netinu. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði félagsmanna sinna við námskeið sem þessi og getur styrkur numið allt að kr. 40.000,-

Athugið að öryggi í svifvængjaflugi byggist á því að menn kunni réttu handtökin og ekki síður að meta aðstæður til flugs. Þátttaka í námskeiði á borð við þetta er nauðsynleg forsenda þess að menn geti stundað þetta skemmtilega sport á öruggan og skynsamlegan hátt.

Hér má lesa meira um svifvængi og hvernig þetta allt saman virkar.

Where: 20-30 min. drive out of Reykjavik, location depending on weather
Airtime: The duration of a Paragliding flight is weather dependent; 3-20 minutes
Total time: 2-3 hours from pick up to drop off 

Paragliding is the simplest and purest form of flying available to man.
A tandem flight is an Introductory Paragliding Flight. As a passenger you need no prior knowledge, just come with us and experience the world from a new and exciting perspective. Once the Paraglider is inflated and safety checks are done we take a few steps down a slope until we are walking on air.

Please read the following information carefully before we meet for your flight:

Clothing
Wear sturdy shoes, preferably hiking boots
Wear outdoorsy, weather protective clothes
Gloves and a hat

Flight duration
The duration of a Paragliding flight is always dependent upon the weather Gods, we mere mortals just make the most of what we can get. Hence, depending on conditions the flight can be anything from 3-20 minutes. We always aim for 15-20 minutes, but it is impossible to promise or foresee.

Where we fly from
We choose a suitable Paragliding destination within a 30 min. driving distance from central Reykjavík.

Photography
You can bring your own camera at your own risk.
Your pilot will be equipped with a high definition video camera from which you can get the files.

Safety
Please note that we only fly when the weather conditions are safe. If, when we arrive on take-off, and think it’s anything less than perfect we can either wait for conditions to become better or cancel to try again another time.
Paragliding can be a dangerous activity and an Introductory Paragliding Tandem flight is always at your own risk.